Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 23:03
Elvar Geir Magnússon
Douglas Luiz til Forest (Staðfest)
Douglas Luiz er kominn í treyju Forest.
Douglas Luiz er kominn í treyju Forest.
Mynd: Nottingham Forest
Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz er genginn í raðir Nottingham Forest frá Juventus. Samningurinn er á formi lánsdvalar í eitt ár með skilyrtum skuldbindingum um kaup sem verða framkvæmd næsta sumar.

Luiz gekk í raðir Juventus frá Aston Villa fyrir 50 milljónir evra síðasta sumar en átti ansi erfitt uppdráttar á Ítalíu. Hann byrjaði aðeins þrjá leiki í ítölsku úrvalsdeildinni og mætti ekki til æfinga fyrir undirbúningstímabilið hjá Juventus.

Nottingham Forest er ánægt með nýju viðbótina og lýsir Luiz sem reyndum miðjumanni sem getur bæði leikið stöðu varnartengiliðs og einnig sem 'átta'.

Luiz á að baki farsælan feril í Englandi með yfir 200 leiki fyrir Aston Villa þar sem hann skoraði 22 mörk og lagði upp 24. Hann var einnig valinn leikmaður ársins hjá Villa bæði af stuðningsmönnum og samherjum sínum.


Athugasemdir
banner
banner