Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martin Hermanns spáir í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Taka Alexander Isak með sér heim í bakaleiðinni.
Taka Alexander Isak með sér heim í bakaleiðinni.
Mynd: EPA
Önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer af stað í kvöld og eru margir áhugaverðir leikir um helgina.

Gummi Ben var með fjóra rétta þegar hann spáði í fyrstu umferðina. Martin Hermannsson, lykilmaður í körfuboltalandsliðinu, spáir í aðra umferðina. Það styttist í Eurobasket hjá landsliðinu og verður Martin þar í lykilhlutverki.

West Ham 1 - 2 Chelsea (19:00 í kvöld)
Palmer og Pedro með mörkin Chelsea. Komast 2-0 yfir en West Ham minnkar muninn.

Man City 3 - 1 Tottenham (11:30 á morgun)
Bæði lið byrjuðu sterkt, en Man City verður of stór biti fyrir Tottenham á heimavelli.

Bournemouth 2 - 0 Wolves (14:00 á morgun)
Wolves geta ekkert.

Brentford 1 - 1 Aston Villa (14:00 á morgun)
Steindautt jafntefli í hægum leik.

Burnley 2 - 3 Sunderland (14:00 á morgun)
Nýliðaslagur sem að má ekki missa af.

Arsenal 2 - 0 Leeds (16:30 á morgun)
Arsenal siglir þessu þægilega heim. Saliba skorar úr föstu leikatriði.

Crystal Palace 1 - 1 Nottingham Forest (13:00 á sunnudag)
Baráttuslagur af gamla skólanum. Chris Wood skorar pottþétt.

Everton 1 - 2 Brighton (13:00 á sunnudag)
Everton munu ströggla í ár.

Fulham 0 - 2 Man Utd (15:30 á sunnudag)
Einn af nýju leikmönnum Man Utd mun skora og svo siglir Bruno þessu heim.

Newcastle 0 - 3 Liverpool (19:00 á mánudag)
Liverpool mun keyra yfir Newcastle og taka Alexander Isak með sér heim í bakaleiðinni.

Fyrri spámenn:
Gummi Ben (4 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner