fim 21.ágú 2025 13:00 Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson |
|

UTAN VALLAR: Samanburður á fjárhagsstöðu Breiðabliks og AC Virtus
Breiðablik mætir í kvöld AC Virtus í fyrri leik liðanna í umspili upp á sæti í Sambandsdeildinni. Þá er auðvitað kjörið tækifæri að athuga hvernig leikar standa utan vallar.
Greinin var einnig birt á utanvallar.is
Rekstrartekjur
Rekstrartekjur Breiðabliks voru 738,1 milljón króna á síðasta ári sem er rúmlega þrettán sinnum meira en rekstrartekjur Virtus, en þær voru 50,6 milljónir króna.
Rekstrargjöld
Rekstrargjöld Breiðabliks voru rúmar 865 milljónir króna á síðasta ári á meðan rekstrargjöld Virtus voru tæpar 55 miljónir króna. Rekstrargjöld Breiðabliks voru því rúmlega fimmtán sinnum hærri.
Afkoma
Bæði liðin voru rekin með tapi á síðasta ári en tapið var þó öllu meira hjá Breiðabliki eða ríflega fimmtán sinnum meira. Afkoma Breiðabliks var neikvæð upp á tæpar 104 milljónir króna en afkoma Virtus var neikvæð upp á 6,7 milljónir króna.
Eignir
Eignir Breiðabliks námu 432,8 milljónum króna á síðasta ári en eignir Virtus voru töluvert lægri, rúmar 26,8 milljónir króna. Þá var handbært fé Breiðabliks tæpar 183,7 milljónir króna en handbært fé Virtus einungis 3,2 milljónir króna.
Skuldir
Skuldir Breiðabliks voru 200,5 milljónir króna í árslok 2024 en skuldir Virtus voru tæpar 25 milljónir króna. Þá var skuldahlutfall (hlutfall skulda af eignum) Breiðabliks 46,3% en skuldahlutfall Virtus var 93,3%.
Eigið fé
Að lokum var eigið fé Virtus 1,8 milljón króna en eigið fé Breiðabliks var 130 sinnum meira eða tæpar 232,3 milljónir króna. Algjört brotabrot hjá Virtus í samanburði við Breiðablik.