Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   mið 20. ágúst 2025 22:38
Snæbjört Pálsdóttir
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Kvenaboltinn
Einar Guðnason þjálfari Víkings
Einar Guðnason þjálfari Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur burstaði Fram í miklum markaleik, á Lambhagavellinum 2-5 í kvöld. 

„Ég er bara ótrúlega ánægður, ótrúlega glaður með þessi, með þessi þrjú stig, fyrst og fremst.“


Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Víkingur R.

Aðspurður hvort leikurinn hafi farið eftir plani svaraði Einar Guðnason þjálfari Víkings, „Kannski ekki alveg, við hérna fengum á okkur tvö mörk og hefðum nú getað gert betur í þeim. Við gerðum mistök í aðdragandanum í þeim báðum, þannig að það var ekki samkvæmt plani en við skorum samt fimm glæsileg mörk og í fyrri hálfleik sköpuðum við okkur færi til að skora allavega eitt eða tvö í viðbót, þannig ég er bara mjög ánægður með það.“

Bergdís kom inn á í um miðjan seinni hálfleik og gerði útum leikinn með tveimur mörkum sínum. 

„Bergdís varð fyrir hnjaski í síðasta leik þannig að hún hefur ekkert æft en hún náði reyndar að æfa aðeins í gær þannig að við vorum með hana á bekknum svona, svona ef ske kynni að við lentum í vandræðum og hún heldur betur kom sterk inn“

Lindu Líf Boama var ekki á skýrslu í dag og spurður útí hvenær hann ætti von á henni, „Ég er bara ekki alveg viss, það verður bara að koma í ljós, þetta eru svona erfið meiðsli en hérna og svo óútreiknanleg, þannig ég bara þori ekki að lofa því hvenær hún kemur til baka.“

Einar vakti athygli í viðtali sem hann fór í á dögunum, aðspurður um viðbrögð við því svaraði hann, „Já nokkuð, já já ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð við því, frá fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt og hefur engan áhuga á fótbolta, þannig það eru margir sem að tóku eftir viðtalinu greinilega.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner