Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   fim 21. ágúst 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Skoða Sterling og eru áfram í viðræðum við Shakhtar
Raheem Sterling gæti verið áfram í Lundúnum
Raheem Sterling gæti verið áfram í Lundúnum
Mynd: EPA
Fulham er að íhuga það að fá enska vængmanninn Raheem Sterling frá Chelsea fyrir gluggalok.

Sterling, sem er þrítugur, eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Arsenal frá Chelsea.

Hann hefur ekkert æft með aðalliðinu og var ekki í hópnum á HM félagsliða, en Chelsea reynir að koma honum frá félaginu fyrir gluggalok og er Fulham áhugasamt um að fá hann.

Sky segir engar viðræður hafa átt sér stað og í augnablikinu sé ólíklegt að hann fari til Fulham, en það getur ýmislegt gerst á síðustu dögum gluggans.

Fulham hefur þá viðræður við Shakhtar um brasilíska sóknarmanninn Kevin á nýjan leik.

Félögunum hafa ekki enn náð samkomulagi um kaupverð og enn svolítið bil þegar það kemur að því að semja um verð, en leikmaðurinn er sagður opinn fyrir því að fara til Fulham og reyna félögin nú að ná saman.

Kevin hefur komið að sex mörkum í fjórum leikjum sínum með Shakhtar í forkeppni Evrópudeildarinnar á þessari leiktíð og kom að þrettán mörkum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner