Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kaupverð Galdurs trúnaðarmál
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski fjölmiðlamaðurinn Farzam Abolhosseini, sem starfar fyrir Tipsbladet fjallar um það í dag að KR hafi ekki þurft að greiða krónu fyrir Galdur Guðmundsson þegar hann kom frá Horsens fyrr í þessum mánuði.

Hann segir að Galdur og fleiri leikmenn Horsens hafi rift samningnum sínum við félagið, farið á frjálsri sölu og Horsens því ekki fengið greitt fyrir leikmanninn.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er það ekki rétt, leikmaðurinn var keyptur frá Horsens. Ef Galdur hefði verið samningslaus hefði KR þurft að greiða uppeldisbætur, Horsens, FCK og Breiðablik hefðu þá öll komið inn í myndina þar sem Galdur er yngri en 23 ára.

Fótbolti.net ræddi stuttlega við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara og yfirmann fótboltamála hjá KR, hann segir að kaupverð Galdurs sé trúnaðarmál.

Galdur er 19 ára kantmaður sem var seldur frá Breiðabliki til FCK sumarið 2022. Hann var svo keyptur til Horsens í janúar og er nú mættur í KR. Hann byrjaði sinn fyrsta leik með KR gegn Fram á mánudag og skoraði sigurmarkið.

Athugasemdir
banner
banner