Luigi Bizzotto, þjálfari Virtus frá San Marínó, var nokkuð sáttur með úrslitin í leik kvöldsins er lið hans tapaði 2-1 gegn liði Breiðabliks í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Virtus
„Þetta var sterkur leikur á móti sterku liði. Við vitum að úrslitin eru sæmileg fyrir okkur vegna þess að nú er allt opið fyrir seinni leikinn. Við vonum að þetta fari betur í San Marínó, segir Bizzotto að leik loknum.
Virtus tók forystuna í leiknum snemma, strax á 11. mínútu, er Stefano Scappini skoraði af vítapunktinum.
„Líklega skoruðum við of snemma. Breiðablik hafði ansi margar mínútur til þess að skora mörkin sín. Við erum þó sáttir við úrslitin og erum spenntir fyrir seinni leiknum."
Milsami Orhei frá Moldóvu unnu fyrri leikinn gegn Virtus með einu marki í seinustu umferð en steinlágu 3-0 úti. Því er alls ekki hægt að afskrifa Virtus í seinni leiknum.
„Ég er vongóður vegna þess að stundum gerast kraftaverk í San Marínó. Við vonumst til þess að við náum að gera eitthvað þvíumlíkt.
Athugasemdir