Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór tíðindi fyrir Vestra
Fatai hefur verið virkilega öflugur í liði Vestra í sumar.
Fatai hefur verið virkilega öflugur í liði Vestra í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi hefur framlengt samning sinn við Vestra til 2028.

Þetta eru risastór tíðindi fyrir Vestra þar sem Fatai hefur verið einn besti miðjumaður Bestu deildarinnar í sumar.

„Kraftur, dugnaður og elja. Fatai er fyrirmynd og leiðtogi innan sem utan vallar. Það gleður okkur að tilkynna að hann hefur framlengt samning sinn til ársins 2028," segir í tilkynningu Vestra.

Hann er djúpur miðjumaður sem kom fyrst til Íslands og spilaði með Kórdrengjum tímabilið 2021. Hann fór svo í Vestra þegar Davíð Smári Lamude tók við liðinu fyrir tímabilið 2023.

Vestri er sem stendur í fimmta sæti Bestu deildarinnar en liðið mætir Val í bikarúrslitum á morgun.
Athugasemdir
banner