Ítalíumeistarar Napoli eru staðráðnir í að fá danska framherjann Rasmus Höjlund á láni frá Manchester United.
Antonio Conte, þjálfari Napoli, vill fá framherja í stað Romelu Lukaku sem verður frá næstu mánuði vegna meiðsla og telur það Höjlund vera rétta prófílinn.
Napoli vill fá Höjlund á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann.
Félagið er fullvisst um að Höjlund vilji koma enda getur félagið boðið honum Meistaradeildarbolta á tímabilinu.
AC Milan var í viðræðum við United um Höjlund, en félagið náði ekki að sannfæra Höjlund og dró sig því úr viðræðunum.
Samkvæmt miðlum á Englandi vill Höjlund heldur gera varanleg skipti en að fara á láni. Hann er ekki lengur í framtíðaráhorfum félagsins eftir að Benjamin Sesko var keyptur frá RB Leipzig.
Athugasemdir