Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 17:13
Ívan Guðjón Baldursson
Eze ekki með í kvöld
Mynd: EPA
Eberechi Eze er ekki í leikmannahópi Crystal Palace sem tekur á móti Fredrikstad í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Þetta er vegna yfirvofandi félagaskipta hans til Arsenal fyrir 67,5 milljónir punda, sem samsvarar upphæðinni í riftunarákvæði leikmannsins við Palace.

Eze hefur verið einn af betri kantmönnum ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár og var gríðarlega eftirsóttur í sumar. Hann virtist vera á leið til Tottenham þar til Arsenal steig inn í og gekk frá kaupunum.

Eze er því að snúa aftur til Arsenal en hann var hjá félaginu til 13 ára aldurs.

Gary Cotterill fréttamaður Sky Sports er staddur á Selhurst Park, heimavelli Palace, og segir að Oliver Glasner þjálfari sé búinn að segja við stuðningsmenn að Eze sé ekki í leikmannahópnum.

Glasner sagðist ekki vita hvort Eze muni vera meðal áhorfenda á leiknum.

   21.08.2025 10:08
Teiknuðu Eze í Arsenal treyjunni á vegg rétt hjá Emirates

Athugasemdir
banner