Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 11:33
Elvar Geir Magnússon
Jackson og Nkunku heilir en samt ekki í hóp
Nkunku í baráttunni.
Nkunku í baráttunni.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest að sóknarleikmennirnir Nicolas Jackson og Christopher Nkunku verði ekki í leikmannahópnum gegn West Ham á morgun, þrátt fyrir að vera heilir heilsu.

Jackson var í leikbanni í fyrsta leik tímabilsins og Nkunku var utan hóps þegar Chelsea hóf nýtt tímabil á því að gera markalaust jafntefli gegn Crystal Palace.

Báðir leikmenn eru á sölulista en Maresca hefur keypt Joao Pedro og Liam Delap til að styrkja sóknarleikinn.

„Nico verður ekki í hóp því við erum með tvo aðra í hans stöðu og svo vitum við ekki hvað gerist áður en glugginn lokar. Staðan á Christo er sú sama," sagði Maresca.

Önnur félög í úrvalsdeildinni hafa áhuga á Jackson, þar á meðal Aston Villa, Tottenham og Newcastle, og þá hefur RB Leipzig áhuga á að fá Nkunku aftur.
Athugasemdir
banner