FC Midtjylland í Danmörku hefur rætt við umboðsmenn Dele Alli um að hann gangi í raðir félagsins.
Alli er ekki inn í myndinni hjá ítalska félaginu Como en hann fór þangað í janúar á þessu ári.
Alli er ekki inn í myndinni hjá ítalska félaginu Como en hann fór þangað í janúar á þessu ári.
Alli vonaðist til að endurvekja ferilinn sem hefur litast af meiðslum og andlegum veikindum undanfarin ár. Hann er hins vegar ekki í framtíðarplönum Cesc Fabregas, stjóra Como, og æfir einn síns liðs.
Samkvæmt Bold hefur Midtjylland skoðað þann möguleika að fá Alli í sínar raðir.
Hins vegar, samkvæmt sömu upplýsingum, er ólíklegt að það gangi eftir á þessum tímapunkti.
Midtjylland endaði í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Markvörður liðsins er Elías Rafn Ólafsson.
Athugasemdir