Það var nóg um að vera í Sambandsdeildinni í dag og í kvöld þar sem lið keppa til úrslita um sæti í deildarkeppninni.
Nokkrir Íslendingar komu við sögu þar sem Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina og skoraði síðasta markið í þægilegum sigri á útivelli gegn úkraínska félaginu Polissya Zhytomyr. Lokatölur 0-3 fyrir Fiorentina sem er í draumastöðu fyrir seinni leikinn.
Staðan var 0-2 í leikhlé en Fiorentina lék allan síðari hálfleikinn manni færri eftir að Moise Kean lét reka sig af velli. Það kom þó ekki að sök.
Guðmundur Þórarinsson fékk þá að spila síðustu mínúturnar í frábærum stórsigri Noah FC gegn Olimpija Ljubljana í Slóveníu.
Rosenborg sigraði þá óvænt 2-1 gegn þýska félaginu Mainz en seinni leikurinn verður mjög erfiður. Rosenborg var talsvert sterkari aðilinn á heimavelli og verðskuldaði sigurinn.
BK Häcken rúllaði yfir CFR Cluj frá Rúmeníu 7-2 og Breiðablik rétt marði AC Virtus eins og var greint frá fyrr í kvöld.
AZ Alkmaar og Rayo Vallecano voru meðal sigurliða í kvöld en tyrkneska stórveldið Besiktas náði aðeins jafntefli gegn Lausanne í Sviss á meðan Basaksehir tapaði óvænt á heimavelli gegn Universitatea Craiova frá Rúmeníu.
Shakhtar Donetsk gerði óvænt jafntefli gegn Servette frá Sviss á meðan frændur okkar í liði Bröndby, sem slógu Víking R. úr leik á dramatískan hátt í síðustu umferð, gerðu markalaust jafntefli við franska félagið Strasbourg.
Bröndby náði jafnteflinu á útivelli og hefur því góða möguleika á að slá Frakkana úr leik. Strasbourg er systurfélag Chelsea og hefur fengið fimm leikmenn til sín frá enska stórveldinu það sem af er sumars.
Polessya 0 - 3 Fiorentina
0-1 Oleg Kudryk ('8 , sjálfsmark)
0-2 Robin Gosens ('32 )
0-3 Albert Gudmundsson ('69 )
Rautt spjald: Moise Kean, Fiorentina ('44)
Olimpija 1 - 4 Noah
0-1 Marin Jakolis ('36 )
0-2 Omar Imran Oulad ('39 )
0-3 Omar Imran Oulad ('52 , víti)
1-3 Ivan Durdov ('56 )
1-4 Omar Imran Oulad ('64 )
Rosenborg 2 - 1 Mainz
0-1 Nadiem Amiri ('26 )
1-1 Dino Islamovic ('43 , víti)
2-1 Ole Saeter ('90 )
Lausanne 1 - 1 Besiktas
0-1 Milot Rashica ('45 )
1-1 Bryan Okoh ('83 )
Strasbourg 0 - 0 Bröndby
Hacken 7 - 2 Cluj
1-0 Simon Gustafson ('2 )
2-0 Silas Andersen ('18 )
3-0 Adrian Svanback ('24 )
4-0 Simon Gustafson ('35 )
4-1 Meriton Korenica ('38 )
5-1 Isak Brusberg ('49 )
5-2 Andrei Cordea ('50 )
6-2 John Paul Dembe ('61 )
7-2 John Paul Dembe ('70 )
Anderlecht 1 - 1 AEK
1-0 Kasper Dolberg ('21 )
1-1 Niclas Eliasson ('75 )
Rautt spjald: Petros Mantalos, AEK ('90)
Breidablik 2 - 1 Virtus
0-1 Stefano Scappini ('11 , víti)
1-1 Valgeir Valgeirsson ('31 )
2-1 Tobias Thomsen ('55 , víti)
Levski 0 - 2 AZ Alkmaar
0-1 Ibrahim Sadiq ('56 )
0-2 Troy Parrott ('62 )
Neman 0 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Alvaro Garcia ('77 )
Shakhtar Donetsk 1 - 1 Servette
0-1 Lamine Fomba ('8 )
1-1 Valeriy Bondar ('72 )
Istanbul Basaksehir 1 - 2 Universitatea Craiova
0-1 Alexandru Cicaldau ('45 )
0-2 Carlos Mora ('61 )
1-2 Festy Ebosele ('87 )
Celje 1 - 0 Ostrava
1-0 Matej Chalus ('8 , sjálfsmark)
Drita FC 2 - 1 Differdange
1-0 Albert Dabiqaj ('30 )
1-1 Andreas Buch ('65 )
2-1 Besnik Krasniqi ('80 , víti)
Rautt spjald: Boris Mfoumou, Differdange ('90)
Sparta Prag 2 - 0 Riga
1-0 Jan Kuchta ('22 )
2-0 Albion Rrahmani ('90 )
Jagiellonia 3 - 0 Dinamo Tirana
1-0 Jesus Imaz ('12 )
2-0 Afimico Pululu ('34 )
3-0 Norbert Wojtuszek ('50 )
Gyor 2 - 1 Rapid
1-0 Zeljko Gavric ('46 )
1-1 Nikolaus Wurmbrand ('61 )
2-1 Zeljko Gavric ('82 )
Hamrun Spartans 1 - 0 Rigas FS
1-0 Saliou Thioune ('55 )
Wolfsberger AC 2 - 1 Omonia
0-1 Senou Coulibaly ('16 )
1-1 Chibuike Nwaiwu ('30 )
2-1 Dejan Zukic ('88 )
Athugasemdir