Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
   fim 21. ágúst 2025 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen fyrirliði skoraði eitt af fjórum mörkum í þægilegum sigri Þórs/KA gegn botnliði FHL í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  0 FHL

Sandra var lífleg í leiknum og hefði getað skorað fleiri mörk þar sem hún brenndi meðal annars af vítaspyrnu. Hún var ánægð í viðtali að leikslokum en Þór/KA er í efri hluta deildarinnar með 21 stig eftir 14 umferðir. Þetta var fyrsti sigur liðsins í tvo mánuði eftir þrjá tapleiki í röð.

„Það er mjög gott að landa sigri, ná að skora fjögur og halda hreinu. Það er rosalega góð tilfinning. Það var kraftur í liðinu sem smitaði frá sér og stelpurnar voru að hjálpa mér að komast í góðar stöður, skapa færi og ná inn marki. Það var frábært. Auðvitað hefði maður átt að klára þetta víti líka, en það er allt í góðu maður getur klúðrað því," sagði Sandra María, sem er þriðja markahæst í Bestu deildinni sem stendur með 10 mörk eftir 14 umferðir.

„Það er alltaf gaman að skora og keppast um markatitilinn en svo lengi sem liðið er að vinna og gengur vel þá er maður ánægður.

„Núna er bara að leyfa sér að njóta og hafa gaman í kvöld. Það er fínt fyrir okkur að fá að vera í smá sigurvímu eftir langa bið eftir sigri en svo á morgun er strax fókus á næsta verkefni."

Athugasemdir
banner
banner