Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Vill aðeins fara til Newcastle
Mynd: EPA
Kongómaðurinn Yoane Wissa vill fara til Newcastle United og aðeins þangað en þessu heldur Keith Downie, fréttamaður Sky Sports í norðurhluta Englands fram.

Í kvöld greindi Craig Hope hjá Daily Mail frá því að Tottenham væri að íhuga að senda Richarlison til Crystal Palace í skiptum fyrir Eberechi Eze og myndi síðan í kjölfarið reyna að fá Wissa frá Brentford.

Sá skiptidíll er úr myndinni þar sem Eze er óvænt á leið til Arsenal eftir stuttar viðræður. Samkomulag náðist í kvöld og mun hann ganga í raðir félagsins fyrir 67,5 milljónir punda eftir leik Palace í Sambandsdeildinni á morgun.

Downie hjá Sky segir að Wissa hafi hvort eð er aldrei pælt í því að fara til Tottenham og hann vilji bara fara til Newcastle.

Wissa, sem er 28 ára gamall, er sérstaklega hrifinn af Newcastle vegna allra þeirra Afríkumanna sem hafa náð góðum árangri hjá félaginu.

Brentford hafnaði 40 milljóna punda tilboði Newcastle fyrr í dag, en á þessari stundu er algerlega óvíst hvort félagið muni leggja fram annað tilboð í kappann.
Athugasemdir
banner
banner
banner