Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Palace getur valið á milli El Khannouss og Dibling
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Crystal Palace er nálægt því að ganga frá kaupum á Bilal El Khannouss leikmanni Leicester City.

El Khannouss er 21 árs gamall og leikur sem sóknartengiliður að upplagi en getur einnig spilað á miðjunni eða úti á vinstri kanti. Hann á 21 landsleik að baki fyrir Marokkó.

Palace mun greiða 32 milljónir punda fyrir El Khannouss sem á að hjálpa til við að fylla í skarðið sem Eberechi Eze skilur eftir sig á vinstri kantinum.

El Khannouss virðist þó ekki vera efstur á óskalistanum hjá Palace þar sem félagið er einnig að reyna við Tyler Dibling hjá Southampton en kaupverðið er alltof hátt.

Félagaskipti hans eru því á bið þar til lausn fæst í viðræður um Dibling. Southampton vill fá um 45 til 50 milljónir punda fyrir ungstirnið sitt og þurfa stjórnendur Palace að taka ákvörðun um hvorn leikmanninn þeir vilja.

Dibling er eftirsóttur og hefur Everton verið að leiða kapphlaupið um hann, en Southampton er búið að hafna þremur kauptilboðum frá félaginu í sumar. Tottenham gæti reynt að stela Dibling eftir að hafa mistekist að næla sér í önnur skotmörk.

Dibling er 19 ára gamall og leikur sem hægri kantmaður að upplagi. Hann og El Khannouss féllu báðir úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en reyndust tveir af betri leikmönnum liða sinna og vöktu athygli.

Yeremy Pino hjá Villarreal hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem skotmark fyrir Crystal Palace.

   20.08.2025 21:06
Eze til Arsenal - „Here we go!“

Athugasemdir
banner