
„Þetta er búið að vera frábært framhald sem er búið að vera í gangi, sem er bara frábært" sagði Matthías Guðmundsson eftir 2-0 sigur gegn Þrótti á útivelli.
Matthías fannst fyrri hálfleikurinn vera jafn en honum fannst að Valur tók yfir allan seinni hálfleik
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 2 Valur
„Fyrri hálfleikurinn var tiltölulega jafn þannig séð, margt sem við gerðum vel og Þróttur líka þar, en mér fannst við taka yfir strax yfir í seinni hálfleik frá fyrstu mínútu".
Matthías var ánægður með kraftinn í liðinu.
„Þau missa Katie út af, ég veit ekki hvort að það hafi einhver áhrif hjá þeim. Leikmennirnir mínir líða vel þessa daganna og voru líka góðar í seinni hálfleiknum á móti Stjörnunni, þannig að það er kraftur í þessu liði".
Matthías finnst Valur vera betri og betri með hverjum leik.
„Fyndna við sportið, sigurinn hann nærir, þá verður það með þessa íþrótt þannig að þá verða allir meira glaðir og framvegis. Mér finnst við alltaf að spila betri og betri í hverjum leik, kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur. Ég vil bara meira næst og byggja ofan á því sem maður gerir".
Matthías segir að leikurinn og næsti verður góður lærdómur.
„Næsti leikur það er eitthvað í hann, við erum að fara upp í flugvél í Ítalíu til þess að keppa við Braga frá Portúgal sem verður algjört ævintýri að keppa á móti alvöru atvinnumannaliði sem er enn einn lærdómurinn, við förum þangað til að gera vel. Eftir það fer ég að hugsa um næsta leik. Þetta var gott test, gott lið sem við vinnum í dag og mér fannst við vinna sannfærandi".
Nánar var rætt við Matthías Guðmundsson þjálfara Vals í spilaranum hér að ofan.