Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   mið 20. ágúst 2025 22:01
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er búið að vera frábært framhald sem er búið að vera í gangi, sem er bara frábært" sagði Matthías Guðmundsson eftir 2-0 sigur gegn Þrótti á útivelli.

Matthías fannst fyrri hálfleikurinn vera jafn en honum fannst að Valur tók yfir allan seinni hálfleik


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Valur

„Fyrri hálfleikurinn var tiltölulega jafn þannig séð, margt sem við gerðum vel og Þróttur líka þar, en mér fannst við taka yfir strax yfir í seinni hálfleik frá fyrstu mínútu".

Matthías var ánægður með kraftinn í liðinu.

„Þau missa Katie út af, ég veit ekki hvort að það hafi einhver áhrif  hjá þeim. Leikmennirnir mínir líða vel þessa daganna og voru líka góðar í seinni hálfleiknum á móti Stjörnunni, þannig að það er kraftur í þessu liði".

Matthías finnst Valur vera betri og betri með hverjum leik.

„Fyndna við sportið, sigurinn hann nærir, þá verður það með þessa íþrótt þannig að þá verða allir meira glaðir og framvegis. Mér finnst við alltaf að spila betri og betri í hverjum leik, kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur. Ég vil bara meira næst og byggja ofan á því sem maður gerir".

Matthías segir að leikurinn og næsti verður góður lærdómur.

„Næsti leikur það er eitthvað í hann, við erum að fara upp í flugvél í Ítalíu til þess að keppa við Braga frá Portúgal sem verður algjört ævintýri að keppa á móti alvöru atvinnumannaliði sem er enn einn lærdómurinn, við förum þangað til að gera vel. Eftir það fer ég að hugsa um næsta leik. Þetta var gott test, gott lið sem við vinnum í dag og mér fannst við vinna sannfærandi".

Nánar var rætt við Matthías Guðmundsson þjálfara Vals í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner