
Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta sinn í sigurliði eftir félagaskipti sín til Angel City síðastliðna nótt.
Angel City vann þá 1-0 sigur á Orlando Pride en sigurmarkið kom undir lok leiksins. Það skoraði bandaríska landsliðskonan Alyssa Thompson.
Angel City vann þá 1-0 sigur á Orlando Pride en sigurmarkið kom undir lok leiksins. Það skoraði bandaríska landsliðskonan Alyssa Thompson.
Sveindís spilaði 73 mínútur í leiknum en Christen Press, sem á 155 landsleiki fyrir Bandaríkin að baki, kom inn á í hennar stað.
Sveindís hefur núna spilað fjóra leiki fyrir Angel City eftir félagaskiptin þangað en þetta var fyrsti sigurleikurinn.
Angel City er í tíunda sæti deildarinnar, í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina.
Athugasemdir