
„Já ég er svekktur, það er aldrei gaman að tapa en mér fannst valslliðið eiga skilið að vinna í dag, ég veit ekki hvort að ég sé meira svekktur með okkar frammistöðu eða tapið eða blanda af hvoru tveggja, alltaf súrt þegar maður tapar" sagðir Ólafur Kristjánsson eftir 2-0 tap gegn Val á heimavelli.
Óli var ekki ánægður með ákvarðanatöku liðsins í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 2 Valur
„Mér fannst svona kannski þetta koma inn að keppa og berjast fyrir einhverju, mér fannst það svona vanta á það, mér fannst reyndar eftir 10 15 mínútur í fyrri hálfleik þá náum við ágætis tökum á leiknum, finnum svæði sem Þórdís og Katie, Þórdís vinstra megin og María náði aðeins að prjóna sig í gegn, en mér fannst vanta ákvarðanatöku í síðasta þriðjung þegar bæði voru kominn í færi og átti möguleika að senda í gegn þá vorum við að flýta okkur fullmikið. Boltarnir fóru ekki á leikmann eða svæði heldur beint niður til markmannsins þeirra. Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora undir lok hálfleiksins, þetta hefði kannski verið farið inn 0-0, en þá á ekki eitt mark að slá okkur út á laginu. Seinni hálfleik þá er dálítið sami tóninn og liðið er laskað, Caroline, Freyja svo með tvo leikmenn í banni þá hérna höfum við ekki alveg náð einhvern veginn að stilla strengina í þessum síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem við þurfum að berja í þá bresti".
Óli um vítið og hvort að það hafi slegið þau út úr laginu.
„Nei, það á ekki að slá mann út úr laginu þó að eitt víti fari, auðvitað fúlt, þú færð varla betri færi en þetta. Ég ætla ekki að fara setja þetta á herðarnar hjá henni, hún er búin að vera frábær fyrir okkur og það geta allir klikkað á víti, óheppilegt, en við þurfum að geta þolað það".
Katie Cousins fór meidd út af í hálfleik og hvort að það hafi áhrif á liðið.
„Það koma maður inn, við erum með ellefu inn á vellinum, Katie er frábær leikmaður við þurfum svo sannarlega á henni að halda en það þurfa aðrir steppa inn, það kemur enginn inn í skóna hennar nákvæmlega eins og hún spilar, en það vantaði svolítið upp á það í dag að við værum í þessum leik til þess að keppa mér fannst við vera of soft".
„Stíf aftan í læri, við vildum ekki taka neina sjensa með hana".
Óli segir að grunnatriðin voru ekki í lagi í dag.
„Þegar þú mætir í leiki þá þarftu að vera meira on it, þessi klisja sem við þjálfarar komum með, grunnatriði, þú þarft að vinna návígið þú þarft að vinna seinni boltana, þú ert að fara inn að keppa allt þetta hvernig þú spilar hvernig þú stillir upp það er aukaatriði þegar þú hefur þessi grunnatriði".
Nánar var rætt við Ólaf Kristjánsson þjálfara Þróttar í spilaranum hér að ofan.