Spænska félagið Espanyol er búið að krækja í Luca Koleosho á lánssamningi frá Burnley sem gildir út tímabilið.
Þessum bráðefnilega kantmanni hefur ekki tekist að finna taktinn í enska boltanum eftir að hann var keyptur til Burnley og heldur því aftur til Espanyol.
Koleosho er ítalskur landsliðsmaður með U21 liðinu og var hjá Espanyol í þrjú ár áður en Burnley keypti hann sumarið 2023.
Hann skoraði aðeins 2 mörk í 30 leikjum í Championship deildinni á síðustu leiktíð, án þess að leggja upp, og fer því aftur í spænska boltann á lánssamningi.
Koleosho hefur sýnt frábærar rispur með Burnley og vakti meðal annars áhuga frá Wolves, en ekki tókst að semja um kaupverð. Leikmaðurinn er með fjögur ár eftir af samningi hjá Burnley eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í fyrra.
Koleosho verður 21 árs í september og eru stjórnendur Wolves afar spenntir fyrir að fylgjast með hvernig honum mun ganga í efstu deild á Spáni.
Feliz de volver ???? #RCDE pic.twitter.com/RVPsmERI9P
— RCD Espanyol de Barcelona (@RCDEspanyol) August 21, 2025
Athugasemdir