Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fös 22. ágúst 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Parish: Óskum Eze velfarnaðar hjá nýju félagi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Steve Parish forseti Crystal Palace svaraði spurningum eftir 1-0 sigur liðsins á heimavelli gegn Fredrikstad í forkeppni Sambandsdeildarinnar í gærkvöldi.

Hann var meðal annars spurður út í Eberechi Eze og Marc Guéhi sem eru á förum frá félaginu. Eze er að fara til Arsenal á meðan Guéhi virðist vera á leið til Liverpool, annað hvort í sumar eða þegar samningur hans rennur út næsta sumar.

Parish lofaði því eftir leikinn að peningurinn sem kemur inn fyrir Eze verður notaður til að styrkja hópinn með nýjum leikmönnum.

„Hann (Eze) hefur verið stórkostlegur fyrir þetta félag og allir hérna elska hann. Við óskum honum velfarnaðar hjá nýju félagi, við erum ánægðir með að hann fái tækifæri til að láta ljós sitt skína á stærsta sviðinu. Hann er mjög metnaðarfullur leikmaður," sagði Parish.

„Núna þurfum við að nota peninginn til að kaupa rétta leikmenn til að fylla í skarðið og styrkja leikmannahópinn. Við viljum breikka hópinn með peningnum sem fæst fyrir þessa sölu."

Palace fær 67,5 milljónir punda fyrir Eze og hefur sett 40 milljóna verðmiða á fyrirliðann sinn Guéhi.

„Ef Marc Guéhi vill skrifa undir nýjan samning þá má hann vera áfram, en þetta er erfið staða sem við erum í. Öll félög þurfa að selja leikmenn til að standast fjármálareglur deildarinnar. Við þurfum að skoða okkar mál betur á næstu dögum."

   21.08.2025 19:08
Eze bað um að vera ekki með í kvöld

Athugasemdir
banner