Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 10:31
Elvar Geir Magnússon
Ofurtölvan spáir því að Inter verði ítalskur meistari
Christian Chivu er nýr stjóri Inter.
Christian Chivu er nýr stjóri Inter.
Mynd: Inter
Mynd: Opta
Inter, sem hafnaði naumlega í öðru sæti á síðustu leiktíð, verður ítalskur meistari á komandi tímabili ef spá Opta ofurtölvunnar rætist. Inter var stigi á eftir meisturum Napoli á síðasta tímabili.

Cristian Chivu, fyrrum leikmaður Inter, er tekinn við stjórnartaumunum en það verður hægara sagt en gert að taka við af Simone Inzaghi sem er með hæsta sigurhlutfall af stjórum Inter sem hafa stýrt 40 leikjum eða meira. Chivu hélt Parma uppi í deildinni á síðasta tímabili.

Antonio Conte og lærisveinum í Napoli er spáð öðru sæti með Scott McTominay fullan sjálfstrausts eftir að hafa verið tilnefndur til Ballon d'Or.

Atalanta er spáð þriðja sæti þrátt fyrir miklar breytingar. Þær stærstu eru að Gian Piero Gasperini er farinn en hann er tekinn við Roma sem spáð er fjórða sæti.

Fiorentina, með Albert Guðmundsson innanborðs, er spáð níunda sæti en þar er Stefano Pioli nýr stjóri og hann hugsar Albert sem algjöran lykilmann í liðinu.

Spá Ofurtölvunnar:
1: Internazionale - 76.6
2: Napoli – 68.7
3: Atalanta – 68.5
4: Roma – 66.8
5: Juventus – 65.0
6: Milan – 64.3
7: Lazio – 61.8
8: Bologna – 60.1
9: Fiorentina – 58.9
10: Torino – 48.5
11: Como – 48.4
12: Genoa – 46.8
13: Udinese – 42.6
14: Parma – 41.9
15: Cagliari – 39.5
16: Hellas Verona – 39.0
17: Sassuolo – 38.8
18: Lecce – 38.5
19: Cremonese – 37.8
20: Pisa – 37.7

Svona verður fyrsta umferðin:

laugardagur 23. ágúst
16:30 Sassuolo - Napoli
16:30 Genoa - Lecce
18:45 Milan - Cremonese
18:45 Roma - Bologna

sunnudagur 24. ágúst
16:30 Cagliari - Fiorentina
16:30 Como - Lazio
18:45 Juventus - Parma
18:45 Atalanta - Pisa

mánudagur 25. ágúst
16:30 Udinese - Verona
18:45 Inter - Torino
Athugasemdir