
Grótta stendur fyrir styrktarleik til styrktar Bergsins Headspace í kvöld þegar Grótta og KR mætast í grannaslag í Lengjudeild kvenna. Leikurinn fer fram á Vivaldivellinum og hefst kl. 18:00.
Það verður sannkölluð veisla í dag á Vivaldivellinum! Völlurinn opnar kl. 16:15 með lukkuhjóli og allir sem mæta í bláu eða treyjunni góðu fá ókeypis snúning og það er vinningur í hverjum snúningi, andlitsmálning, hoppukastalar og engin önnur en DJ DÓRA JÚLÍA spilar í tjaldinu fyrir leik.
Fulltrúar frá Berginu verða á staðnum og svara öllum spurningum um starfsemina og hjálpa okkur að halda gleðinni.
Gróttuliðið spilar í tilefni leiksins í sérstökum treyjum sem verða til sölu á leiknum.
Grótta er í fjórða sæti Lengjudeildar kvenna og KR í fimmta sæti en stöðuna má sjá í heild hér fyrir neðan.
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 15 | 13 | 1 | 1 | 61 - 12 | +49 | 40 |
2. HK | 15 | 11 | 1 | 3 | 40 - 20 | +20 | 34 |
3. Grindavík/Njarðvík | 15 | 9 | 2 | 4 | 30 - 21 | +9 | 29 |
4. Grótta | 15 | 9 | 1 | 5 | 32 - 25 | +7 | 28 |
5. KR | 15 | 7 | 1 | 7 | 35 - 38 | -3 | 22 |
6. Haukar | 15 | 6 | 1 | 8 | 23 - 35 | -12 | 19 |
7. ÍA | 15 | 5 | 3 | 7 | 22 - 28 | -6 | 18 |
8. Keflavík | 15 | 4 | 3 | 8 | 22 - 25 | -3 | 15 |
9. Fylkir | 15 | 2 | 1 | 12 | 18 - 41 | -23 | 7 |
10. Afturelding | 15 | 2 | 0 | 13 | 12 - 50 | -38 | 6 |
Athugasemdir