Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Rifta við heimamann svo hægt sé að skrá annan leikmann í hópinn
Oriol Romeu í leik með Barcelona
Oriol Romeu í leik með Barcelona
Mynd: EPA
Það er ekki enn búið að skrá Wojciec Szczesny í hópinn
Það er ekki enn búið að skrá Wojciec Szczesny í hópinn
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona hefur náð samkomulagi við miðjumanninn Oriol Romeu um að rifta samningnum svo það geti skráð annan leikmann í hópinn. Þetta kemur fram í spænska blaðinu Marca.

Börsunga hafa verið önnum kafnir við það að græja og gera samninga síðustu daga til þess að koma öllum leikmönnum fyrir í hópnum.

Launaþak deildarinnar hefur verið stórt vandamál fyrir félagið síðustu ár og kemur það upp í hverjum einasta glugga þar sem félagið er í kappi við tímann til að skrá nýja leikmenn.

Á dögunum tókst félaginu að skrá Marcus Rashford og Joan Garcia, og er Gerard Martin næstur í röðinni, en til þess að skrá hann ákvað félagið að rifta samningi Romeu.

Romeu er 33 ára gamall uppalinn Börsungur sem kom aftur til félagsins árið 2023 eftir að hafa spilað með Southampton, Chelsea, Girona, Valencia og Stuttgart.

Hann æfði ekki með Barcelona í gær og verður riftunin kynnt á næsta sólarhringnum, en Martin mun fá pláss hans í hópnum og verður því klár fyrir næstu umferð.

Barcelona á enn eftir að skrá Roony Bardghji sem kom frá FCK í sumar og pólska markvörðinn Wojciec Szczesny, en vonast er til að það verði hægt að skrá þá eftir að hægri bakvörðurinn Hector Fort verður seldur.

Aston Villa hefur sýnt Fort áhuga síðustu daga og þá hefur spænska félagið Mallorca beðið um að fá hann á láni út tímabilið gegn því að greiða launakostnað hans.
Athugasemdir
banner
banner