Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 20:19
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: ÍBV meistarar - Fylkir og Afturelding falla
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Keflavík
Sextánda umferð Lengjudeildar kvenna fór fram í dag þar sem topplið ÍBV fór létt með HK í toppslagnum.

ÍBV 4 - 1 HK
1-0 Allison Grace Lowrey ('50)
2-0 Allison Grace Lowrey ('58)
3-0 Allison Grace Lowrey ('63, víti)
4-0 Olga Sevcova ('80)
4-1 Natalie Sarah Wilson ('90)

Lestu um leikinn: ÍBV 4 - 1 HK

Eyjakonur unnu leikinn 4-1 eftir markalausan fyrri hálfleik. Það ríkti jafnræði fyrir leikhlé þar sem bæði lið fengu færi til að skora en ÍBV skipti um gír í síðari hálfleik.

Allison Grace Lowrey slapp í gegn eftir sendingu frá nöfnu sinni Allison Patricia Clark og skoraði á 50. mínútu. Hún tvöfaldaði sjálf forystuna átta mínútum síðar þegar hún slapp aftur ein í gegn, í þetta skiptið eftir sendingu frá Sandra Voitane.

Allison fullkomnaði þrennuna með marki úr vítaspyrnu áður en Olga Sevcova innsiglaði sigurinn með fjórða markinu. Natalie Sarah Wilson skoraði fánamark HK beint úr aukaspyrnu og urðu lokatölur 4-1.

ÍBV er þar með Lengjudeildarmeistari í ár þó það séu enn tvær umferðir eftir af deildartímabilinu. Eyjakonur eru með 43 stig eftir 16 umferðir, níu stigum fyrir ofan HK sem situr eftir í öðru sæti.

Fylkir 1 - 1 Keflavík
0-1 Melissa Alison Garcia ('4)
1-1 Eva Stefánsdóttir ('70)

Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 1 Keflavík

Fylkir og Keflavík áttust þá við í neðri hluta deildarinnar og tóku Keflvíkingar forystuna snemma leiks í Árbænum. Melissa Alison Garcia skoraði eftir gott spil Keflvíkinga.

Keflavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en heimastelpur í liði Fylkis gerðu leik úr þessu í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að sækja þar til Eva Stefánsdóttir jafnaði metin á 70. mínútu.

Keflavík var hættulegri aðilinn á lokakaflanum en bæði lið reyndu að sækja sigurmark, sem tókst ekki. Lokatölur 1-1.

Fylkisstelpur eru fallnar eftir þetta tap ásamt Aftureldingu. Þær eiga aðeins 8 stig eftir 16 umferðir. Keflavík siglir lygnan sjó með 18 stig.

Úrslit eiga eftir að berast úr hinum þremur leikjum kvöldsins.

Grótta spilaði þar nágrannaslag við KR á meðan Afturelding heimsótti Grindavík/Njarðvík og ÍA tók á móti Haukum.
Athugasemdir
banner
banner