
Guðný Geirsdóttir markvörður ÍBV réði ekki við brosið eftir 4-1 sigur gegn HK í Lengjudeildinni í kvöld.
Eyjakonur tryggðu sér Lengjudeildartitilinn með sigrinum þó það séu enn tvær umferðir eftir af deildartímabilinu.
„Það er geggjað að klára þetta. Að vera heima og gera þetta svona, það er bara geggjað. Markmiðið var alltaf að vinna deildina," sagði Guðný skælbrosandi áður en hún var spurð út í framtíðina.
Guðný hefur áður sagst ætla að leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið en Jón Óli Daníelsson þjálfari vill hafa hana áfram.
„Eftir leikinn á móti Blikunum var tekinn samningsfundur án mín, en við bara sjáum hvað gerist næst."
Guðný er fædd 1997 og hefur leikið 68 leiki í efstu deild - 58 fyrir ÍBV og 10 fyrir Selfoss.
Athugasemdir