Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 18:58
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Elías hélt hreinu þriðja leikinn í röð
Mikilvægir sigrar fyrir Malmö og Brann
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson virðist vera búinn að endurheimta byrjunarliðssætið hjá FC Midtjylland og var á milli stanganna á heimavelli gegn KuPS í dag.

Midtjylland spilaði við finnska liðið KuPS og sigraði 4-0. Elías Rafn varði þrjár marktilraunir gestanna sem hæfðu rammann. Elías og félagar eru því í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn.

Þetta er þriðji leikurinn í röð í öllum keppnum sem Midtjylland heldur hreinu með Elías á milli stanganna.

Eggert Aron Guðmundsson lék þá allan leikinn undir stjórn Freys Alexanderssonar er Brann lagði AEK Larnaca að velli 2-1. Brann var sterkari aðilinn á heimavelli en seinni leikurinn í Kýpur verður mjög erfiður.

Daníel Tristan Guðjohnsen var svo í byrjunarliði Malmö sem fór létt með Sigma Olomuc frá Tékklandi. Daníel spilaði fyrstu 74 mínútur leiksins í 3-0 sigri. Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á lokakaflanum.

Virkilega flottir sigrar hjá Íslendingaliðunum í úrslitaleikjum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigurvegarar einvíganna munu leika í deildakeppni Evrópudeildarinnar, á meðan tapliðin fara í Sambandsdeildina.

   19.08.2025 10:03
Mikilvæg frammistaða fyrir Elías í tvöfaldri samkeppni


Midtjylland 4 - 0 KuPS
1-0 Adam Buksa ('15 )
2-0 Dario Osorio ('19 )
3-0 Junior Brumado ('81 )
4-0 Junior Brumado ('91 )

SK Brann 2 - 1 AEK Larnaca
0-1 Karol Angielski ('16 )
1-1 Felix Horn Myhre ('20 )
2-1 Jonas Torsvik ('93 )

Malmo FF 3 - 0 Olomouc
1-0 Sead Haksabanovic ('8 )
2-0 Sead Haksabanovic ('43 )
3-0 Lasse Berg Johnsen ('92, víti)
Athugasemdir
banner