Bournemouth hefur keypt miðjumanninn Amine Adli frá Bayer Leverkusen fyrir rúmar 25 milljónir punda. Þessi 25 ára leikmaður gerir fimm ára samning.
Adli er landsliðsmaður Marokkó og býr yfir fjölhæfni. Hans aðalstaða er sem sóknarmiðjumaður en hann getur einnig spilað á báðum köntum eða sem fremsti maður.
Adli er landsliðsmaður Marokkó og býr yfir fjölhæfni. Hans aðalstaða er sem sóknarmiðjumaður en hann getur einnig spilað á báðum köntum eða sem fremsti maður.
Adli lék 143 leiki fyrir Leverkusen, skoraði 10 mörk og átti 12 stoðsendingar í 42 leikjum. Liðið vann deildina og bikarinn undir stjórn Xabi Alonso 2024.
Bournemouth hefur keypt leikmenn fyrir meira en 400 milljónir evra undir eignarhaldi bandaríska auðkýfingsins Bill Foley sem eignaðist félagið rétt fyrir janúargluggann 2023.
Næsta verkefni á skrifstofunni er að reyna að fá varnarmanninn Axel Disasi frá Chelsea.
Athugasemdir