Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
   fim 21. ágúst 2025 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Róbert Frosti og Hlynur Freyr í sigurliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkur Íslendingalið hafa lokið leik í dag þar sem öll Íslendingaliðin unnu sína leiki í Svenska Cupen á meðan Tychy sigraði í pólska boltanum.

Róbert Frosti Þorkelsson var í byrjunarliði GAIS sem lagði Odde að velli á meðan Hlynur Freyr Karlsson byrjaði í liði Brommapojkarna sem sigraði Stockholm Internazionale.

Gísli Eyjólfsson var ekki í hóp í þægilegum sigri Halmstad á meðan Oliver Stefánsson var ekki með Tychy.

Í Svenska Cupen mættust liðin í úrslitaleik fyrir riðlakeppni bikarsins.

Tychy er í fjórða sæti næstefstu deildar í Póllandi, með 11 stig eftir 6 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner