Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Gríski 'Scouserinn' orðaður við Marseille
Kostas Tsimikas má fara frá Liverpool
Kostas Tsimikas má fara frá Liverpool
Mynd: EPA
Gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas er orðaður við franska félagið Marseille á FootMercato í kvöld.

Liverpool er opið fyrir því að leyfa Tsimikas að fara fyrir gluggalok, en félagið er þegar með Andy Robertson og keypti þá Milos Kerkez frá Bournemouth í sumar.

FootMercato segir að Marseille hafi sett sig í samband við Liverpool vegna Tsimikas og að hann sé einn af tveimur kostum sem félagið skoðar í vinstri bakvörðinn. Hinn er Emerson Palmieri hjá West Ham.

Tsimikas, sem er 29 ára gamall, kom við sögu í 29 leikjum með Liverpool á síðustu leiktíð og er nú reiðubúinn í nýja áskorun.

Liverpool er talið vilja í kringum 12-15 milljónir punda fyrir Tsimikas, sem er mjög vel liðinn innan félagsins og skapað skemmtilega stemningu, en hann er oftast kallaður 'Gríski Scouserinn' þar sem hann hefur fagnað menningunni í Liverpool og er farinn að hljóma eins og hann sé innfæddur.
Athugasemdir
banner
banner