Daniel Farke, stjóri Leeds, hefur staðfest að fyrirliðinn Ethan Ampadu hafi meiðst á liðböndum og missir af næstu leikjum.
„Hann verður örugglega frá keppni að minnsta kosti fram að landsleikjahléinu. Ég vona að hann komi aftur hinum megin við landsleikjahléið,“ sagði Farke.
„Hann verður örugglega frá keppni að minnsta kosti fram að landsleikjahléinu. Ég vona að hann komi aftur hinum megin við landsleikjahléið,“ sagði Farke.
„Venjulega er hann frekar fljótur að jafna sig eftir meiðsli, kominn aftur á æfingavöllinn og hann er harður strákur, en þetta er áfall fyrir okkur og við munum sakna hans í komandi leikjum - að minnsta kosti tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni, auk bikarleiksins."
„Hann er mjög mikilvægur leikmaður, ef ekki sá mikilvægasti. Það er ekki tilvalið að hann sé frá keppni eftir tæklingu, en svona er fótboltinn, stundum eru meiðsli og við verðum að finna aðrar lausnir.“
Leeds mætir Arsenal og Newcastle í deildinni og Sheffield Wednesday í deildabikarnum áður en kemur að landsleikjaglugganum.
Ampadu var í liði umferðarinnar eftir sigur Leeds gegn Everton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir