Leander Dendoncker er farinn frá Aston Villa eftir að hafa spilað fyrir félagið í eitt og hálft ár.
Belginn var fyrst lánaður til Napoli í janúar 2024 en komst ekki í byrjunarliðið. Hann var svo sendur til Anderlecht á síðustu leiktíð og reyndist mikilvægur hlekkur þar, en ekkert lið var reiðubúið til að festa kaup á honum í sumar.
Dendoncker samdi því við Aston Villa um að fá samningi sínum við félagið rift og er farinn í spænska boltann. Þar gerir hann tveggja ára samning við nýliða Real Oviedo.
Dendoncker er 30 ára gamall og leikur ýmist sem varnarsinnaður miðjumaður eða miðvörður. Hann á 32 landsleiki að baki fyrir Belgíu en var ekki í áformum Unai Emery þjálfara Aston Villa og er félagið ánægt með að losna við hann af launaskrá.
Eric Bailly, Salomón Rondón og Ovie Ejaria eru meðal leikmanna sem Oviedo hefur tekist að klófesta í sumar.
Til gamans má geta að Dendoncker þarf ekki að læra neina spænsku fyrir þessi félagaskipti þar sem hann talar tungumálið reiprennandi eftir að hafa lært það í æsku.
Hann vonast til að vinna sér aftur inn sæti í belgíska landsliðinu fyrir HM á næsta ári.
Aston Villa keypti Dendoncker úr röðum Wolves fyrir tæpar 15 milljónir punda sumarið 2022.
Presentación oficial de ???????????????????????????? ???????????????????????????????????????? ???????? en @esfer_es ?????#RealOviedo ?????
— Real Oviedo (@RealOviedo) August 21, 2025
Athugasemdir