Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 22. september 2018 17:32
Baldvin Már Borgarsson
Palli Gísla: Við vorum inn í veggnum, ekki upp við hann
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Páll Viðar Gíslason var í skýjunum eftir leik í dag þegar hans menn í Magna sigruðu ÍR 3-2 Í Breiðholtinu í hreinum úrslitaleik um sæti í Inkasso deildinni að ári.

Lestu um leikinn: ÍR 2 -  3 Magni

„Já ég meina betra seint en aldrei að spyrna aðeins frá okkur á útivöllum. Þetta var leikur uppá það að vinna eða falla og loksins var eitthvað með okkur í dag, stöngin inn og ég er ánægður með okkur Magnamenn í dag að halda okkur uppi þegar svona 90% af fólki var búið að afskrifa okkur.'' Voru fyrstu viðbrögð Palla eftir leik.

„Þegar mótið er búið að vera eins og það er og öll þau áföll sem við höfum lent í með hópinn og við inní veggnum en ekki uppvið hann með allt undir þá er rosalega sætt að taka þennan sigur og ná því markmiði fyrir tímabilið að halda Magna Grenivík í Inkasso deildinni. Þetta er ekki bara keypt í Hagkaup held ég þetta eru strákar sem eru búnir að leggja hart af sér og í stúkunni í dag eru fleiri að styðja við bakið á liðinu en búa í öllu sveitarfélaginu.'' Sagði Palli um þessa ævintýralegu björgun á sæti Magna í deildinni en lítill fugl hvíslaði því að okkur að Magni hafi verið 7 mínútur allt tímabilið fyrir ofan fallsæti og er það lokaniðurstaða liðsins.

„Ég reikna fastlega með því, hvort sem þessi leikur hefði farið svona eða ekki, þá líður mér vel þarna og vonandi getum við safnað saman liði í vetur, þjappað okkur saman og mætt tilbúnari til leiks á næsta ári, við erum vonandi búnir með aðlögunina.'' Sagði Palli um framhaldið hjá sér og Magna.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner