Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 26. september 2019 16:15
Fótbolti.net
Úrvalslið Pepsi Max-deildarinnar 2019
Kristinn Jónsson er í liðinu.
Kristinn Jónsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni er í liðinu fjórða árið í röð!
Hilmar Árni er í liðinu fjórða árið í röð!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net opinberaði í vikunni úrvalslið ársins í Pepsi Max-deild karla en það má sjá hér að neðan. Liðið var opinberað í Innkastinu. Þetta er níunda árið í röð sem Fótbolti.net velur lið ársins í deildinni.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið



Beitir Ólafsson - KR
Hefur verið hrikalega öflugur í marki KR-inga. Margir efuðust um Beiti fyrir mót en það heyrist ekki í þeim einstaklingum lengur.

Davíð Örn Atlason - Víkingur R.
Einn allra besti bakvörður Pepsi Max-deildarinnar. Lykilmaður hjá bikarmeisturum Víkings.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson - KR
Hefur gjörsamlega slegið í gegn sem miðvörður. Hefur náð ótrúlega vel saman með Finni Tómasi og nýtt reynslu sína vel.

Finnur Tómas Pálmason - KR
Þessi átján ára strákur hefur spilað eins og reynslubolti á sínu fyrsta tímabili sem hlekkur í liði KR-inga.

Kristinn Jónsson - KR
Einn af þeim sem komu til greina sem leikmaður ársins. Geggjaður bæði varnar- og sóknalega.

Pálmi Rafn Pálmason - KR
Annað árið í röð í liði ársins. Algjör leiðtogi í Íslandsmeistaraliðinu.

Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan
Skilar alltaf sínu. Rosaleg gæði og er í úrvalsliðinu fjórða árið í röð. Það segir sitt.

Steven Lennon - FH
Án nokkurs vafa besti leikmaður FH-inga í sumar.

Óskar Örn Hauksson - KR
Fyrirliði Íslandsmeistara KR gefur alls ekkert eftir þó árin bætast við. Þvílíkur leikmaður!

Gary Martin - ÍBV/Valur
Tólf mörk í aðeins fjórtán leikjum! Gæti tekið gullskóinn.

Thomas Mikkelsen - Breiðablik
Er með markaskoraragenið.

Varamannabekkur:
Haraldur Björnsson - Stjarnan
Josip Zeba - Grindavík
Óttar Bjarni Guðmundsson - ÍA
Ásgeir Börkur Ásgeirsson - HK
Arnþór Ingi Kristinsson - KR
Hallgrímur Mar Steingrímsson - KA
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik

Sjá einnig:
Lið ársins 2018
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Innkastið - Þeir bestu verðlaunaðir og afrek á Nesinu
Athugasemdir
banner
banner