Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. september 2019 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Rússland: Vlasic allt í öllu í sigri CSKA á Krasnodar
Nikola Vlasic skoraði tvö og lagði upp eitt
Nikola Vlasic skoraði tvö og lagði upp eitt
Mynd: Getty Images
CSKA 3 - 2 FK Krasnodar
1-0 Nikola Vlasic ('32 , víti)
2-0 Fedor Chalov ('37 )
3-0 Nikola Vlasic ('41 )
3-1 Marcus Berg ('57 )
3-2 Marcus Berg ('60 )

CSKA Moskva vann 4. sigurinn í röð í rússnesku deildinni er liðið vann Krasnodar 3-2 í dag.

Arnór Sigurðsson sneri aftur eftir meiðsli og var mættur í byrjunarlið CSKA á meðan Hörður Björgvin Magnússon tók út leikbann. Arnór fór af velli á 64. mínútu og þá spilaði Jón Guðni Fjóluson allan leikinn í vörn Krasnodar.

Króatíski sóknartengiliðurinn Nikola Vlasic var með mikla yfirburði í leiknum en hann skoraði á 32. mínútu úr vítaspyrnu áður en rússneski framherjinn Fedor Chalov bætti við öður eftir stoðsendingu frá Vlasic.

Vlasic skoraði svo þriðja markið á 41. mínútu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Sænski framherjinn Marcus Berg gerði tvö mörk á þremur mínútum fyrir Krasnodar en lengra komst liðið ekki og 3-2 sigur CSKA staðreynd.

CSKA fer upp fyrir Krasnodar í 2. sæti með 22 stig, stigi á eftir Zenit.
Athugasemdir
banner
banner