Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 22. september 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Tom Davies á óskalista Southampton
Tom Davies, miðjumaður Everton, er á óskalista Southampton en Sky Sports segir frá þessu í dag.

Hinn 22 ára gamli Davies er ekki ofarlega í goggunarröðinni hjá Carlo Ancelotti, stjóra Everton.

Ancelotti keypti miðjumennina Allan og Abdoulaye Doucoure í sumar og við það færðist Davies neðar í röðinni.

Southampton vill fá Davies á láni en Everton vill selja leikmanninn. Framtíð hans ætti að skýrast betur á næstu dögum.

Athugasemdir
banner
banner
banner