Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 22. september 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Alfons með sigurmarkið - Samúel Kári lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Það var nóg um að vera í norska bikarnum í dag og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni, meðal annars Alfons Sampsted sem gerði sigurmark Noregsmeistara Bodö/Glimt á útivelli gegn Alta.

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn fyrir Álasund sem þurfti að fara alla leið í vítaspyrnukeppni til að sigra Ranheim. Davíð Kristján tók síðustu spyrnu leiksins og skoraði af punktinum.

Viking hafði betur gegn Rosenborg og vann 3-1 sigur á heimavelli með Patrik Sigurð Gunnarsson á milli stanganna.

Staðan var 2-1 þegar Samúel Kári Friðjónsson kom inn af bekknum og var hann búinn að leggja upp mark til að innsigla sigurinn einni mínútu síðar. Hólmar Örn Eyjólfsson sat á bekknum hjá Rosenborg.

Valdimar Þór Ingimundarson var þá í byrjunarliði Strömsgodset sem rúllaði yfir Stabæk eftir að hafa lent undir snemma leiks. Valdimar Þór spilaði fyrstu 60 mínúturnar og kom Ari Leifsson inn af bekknum og fékk að spreyta sig síðustu 10 mínútur leiksins.

Viðar Örn Kjartansson lék þá í 90 mínútur er Vålerenga steinlá á heimavelli gegn Odd, lokatölur 0-3, og var Emil Pálsson ónotaður varamaður er Sogndal tapaði heimaleik gegn Asane.

Óttar Húni Magnússon spilaði allan leikinn er Nardo komst áfram eftir vítaspyrnukeppni.

Alta 1 - 2 Bodö/Glimt
0-1 S. Kvile ('45)
0-2 Alfons Sampsted ('50)
1-2 C. Reginiussen ('87)

Viking 3 - 1 Rosenborg

Strömsgodset 5 - 1 Stabæk

Vålerenga 0 - 3 Odd

Ranheim 1 - 1 Aalesund
1-3 í vítaspyrnukeppni

Nardo 2 - 2 Arendal
5-3 í vítaspyrnukeppni

Sogndal 0 - 2 Asane
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner