Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 22. september 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rashford settur inn í námsefni
Marcus Rashford er sóknarmaður Manchester United.
Marcus Rashford er sóknarmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins, verður hluti af námsefni í fjölmiðlafræði á Bretlandseyjum þar sem fjallað er um notkun hans á samfélagsmiðlum til að berjast fyrir því að fátæk börn fái fríar máltíðir í skólanum.

Rashford hefur fengið mikið lof og verið verðlaunaður fyrir baráttu sína fyrir betra samfélagi, hann hefur meðal annars tæklað kynþáttafordóma og stofnað félag til að auka lestur hjá krökkum.

Samfélagsmiðlar hafa verið lykillinn í að dreifa hans boðskap og hann hefur notað þá til að koma út skilaboðum og hafa áhrif á umræðuna.

Nú verða þessar aðferðir hans að námsefni og kenndar á skólabekk. Í námsefninu verða baráttumálin sjálf einnig að umfjöllunarefni.

„Marcus Rashford er einn áhrifamesti ungi einstaklingur í Bretlandi svo námsmenn geta lært mikið af því hvernig hann hefur notað samfélagsmiðla til að hafa alvöru áhrif," segir Sandra Allan sem er yfirkennari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner