Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 22. september 2023 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho áfram utan hóps - Fjórir gætu snúið aftur hjá Man Utd
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, og Jadon Sancho, leikmaður liðsins, eru ekki búnir að slíðra sverðin.

Ten Hag var á fréttamannafundi núna áðan þar sem hann uppljóstraði um það að Sancho væri áfram utan hóps gegn Burnley annað kvöld.

Sancho hefur verið að æfa einn eftir að hann fór á samfélagsmiðla og sakaði Ten Hag um að dreifa lygasögum. Ten Hag hafði þá sagt við fréttamenn að Sancho væri ekki í hóp gegn Arsenal þar sem hann hafði ekki æft nægilega vel.

„Sancho verður ekki í hópnum á morgun," sagði Ten Hag við fréttamenn í dag. Hann segir að framtíð leikmannsins velti á honum sjálfum.

Það er hins vegar möguleiki að Raphael Varane, Mason Mount, Sofyan Amrabat og Harry Maguire snúi aftur í hópinn á morgun eftir meiðsli. Staðan á þeim verður tekin í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner