Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 11:36
Magnús Már Einarsson
Guðni Bergs: Það voru vonbrigði að lesa þessi ummæli
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru vonbrigði að lesa þessi ummæli. Ég er ekki sammála honum að við séum ekki með heilsu og hag leikmanna í huga," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í ummæli sem Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Fylkis og forseti Leikmannasamtakanna, lét falla í gær.

Arnar Sveinn gagnrýndi KSÍ fyrir að hugsa ekki um hag eða heilsu leikmanna en ákveðið hefur verið að klára Íslandsmótið í nóvember.

„Rödd leikmanna virðist engu máli skipta, ekki núna frekar en áður og það virðist ekki ætla að breytast," sagði Arnar Sveinn meðal annars í Twitter færslum sínum.

Sjá einnig:
Arnar Sveinn: Rödd leikmanna virðist engu máli skipta

„Við erum öll með fótboltabakgrunn í stjórninni. Flest okkar hafa verið leikmenn og síðan forsvarsmenn og þjálfarar. Við þekkjum vel til og myndum aldrei leggja neitt upp sem við myndum telja að væri hættulegt fyrir leikmenn," segir Guðni um þessa gagnrýni.

Félög á höfuðborgarsvæðinu mega nú æfa með tveggja metra reglunni og Guðni vonast til að hefðbundnar æfingar megi hefjast eftir helgi.

„Núna geta menn æft í hópum með takmörkunum út af tveggja metra reglunni. Vonandi fáum við tilslakanir þegar nær dregur. Þá erum við með tvær og hálfa viku í æfingatímabil og vonandi stóran hluta af því án takmarkanna ef vel tekst til. Þar fyrir utan hafa menn verið að æfa einir. Aðildarfélögin hafa gætt að því með þjálfurum að líkamlegt ástand leikmanna sé í góðu lagi. Menn eru ekki í leikformi en líkamlega ættu menn að vera í góðu formi sem er aðalmálið þegar kemur að meiðslahættu," sagði Guðni.

„Arnar talaði um það sjálfur eftir könnun leikmannasamtakanna fyrir nokkru síðan að hann myndi vera í sambandi og ræða þetta mál. Hann gerði það ekki. Ég hringdi síðan í hann og átti stutt spjall við hann og þar kom hann ekki með ábendingar eða tillögur í þessum efnum. Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta ekki vera sanngjarnt. Mínar dyr og dyr KSÍ eru alltaf opnar fyrir leikmannasamtökin og við viljum allt fyrri leikmenn gera. Við gerum okkur grein fyrir því að fótbolti verður ekki spilaður án leikmanna,"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner