Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 18:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ziyech: Nauðsynlegast fyrir Donny að halda sér rólegum
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek gekk í raðir Manchester United frá Ajax í sumar. Hollenski miðjumaðurinn hefur einungis byrjað leiki í deildabikarnum til þessa.

Í öðrum keppnum hefur Donny verið að koma inn af bekknum en mínúturnar oft verið fáar. Donny lék síðasta korterið gegn Newcastle um síðustu viku þegar Man Utd skoraði þrjú mörk undir lok leiksins til að tryggja þrjú stig.

Hakim Ziyech gekk í raðir Chelsea frá Ajax í sumar og var hann spurður út í Donny á dögunum.

„Mér finnst hann þurfa á tíma að halda komandi frá öðru landi þar sem hann var að spila öðruvísi fótbolta. Ég veit að það mun taka smá tíma að aðlagast öllu og í kjölfarið mun pottþétt koma með gæði inn í hópinn hjá United," sagði Ziyech.

„Fyrir hann á þessari stundu er nauðsynlegast að vera rólegur," bætti Ziyech við.

Manchester United mætir Chelsea á laugardag í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner