Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. október 2021 08:45
Elvar Geir Magnússon
Liverpool reynir að stytta truflun Afríkukeppninnar
Mo Salah, leikmaður Liverpool.
Mo Salah, leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mane í senegalska búningnum.
Mane í senegalska búningnum.
Mynd: EPA
Liverpool mun halda fundi til að reyna að stytta tímann þar sem lykilmenn liðsins verða fjarverandi til að taka þátt í Afríkukeppninni.

Samkvæmt núgildandi reglum gætu sóknarstjörnurnar Mo Salah (Egyptaland) og Sadio Mane (Senegal) mögulega misst af átta mikilvægum leikjum eftir áramót.

Naby Keita (Gínea) verður einnig á mótinu sem fram fer í Kamerún í janúar.

Reglur FIFA segja að landsliðin geti farið fram á að leikmönnum verði sleppt þann 27. desember en Afríkukeppninni mun ljúka í annarri viku febrúarmánaðar.

Liverpool gæti spilað allt að átta leiki á þeim tímakafla, þar á meðal mikilvæga deildarleiki gegn Chelsea og Leicester, leik í þriðju umferð FA-bikarsins og einnig er mögulegt að liðið verði í undanúrslitum deildabikarsins.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur átt í góðu sambandi við öll þrjú landsliðin og vonast til þess að fundir sem skipulagðir eru í nóvember muni gera það að verkum að hann fái að sleppa leikmönnunum eftir áramót.

Liverpool mætir Chelsea 2. janúar og ef Salah og Mane fara eftir þann leik þá myndu þeir samt fá meira en viku til að búa sig undir fyrstu umferð Afríkukeppninnar.

„Ég er hrifinn af Afríkukeppninni, en að hún sé aftur komin í janúar er stórslys fyrir okkur," sagði Klopp á sínum tíma um Afríkukeppnina.

Afríkukeppnin átti upphaflega að fara fram á þessu ári en var færð til vegna heimsfaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner