Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. nóvember 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Lampard: Mun aldrei verða stjóri Tottenham
Lampard lék undir stjórn Mourinho hjá Chelsea.
Lampard lék undir stjórn Mourinho hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, var spurður á fréttamannafundi í dag út í endurkomu Jose Mourinho í enska boltann.

Mourinho er tekinn við Tottenham.

„Hann er kominn með gott lið í hendurnar. Það má segja að staða þeirra í deildinni gefi ranga mynd af gæðum liðsins, hver sem ástæðan er. Margir töldu að liðið gæti blandað sér í titilbaráttuna," segir Lampard.

„Þeir eru með leikmennina, stjórann og aðstæðurnar til að ná árangri."

Mourinho sagði á sínum tíma að hann yrði aldrei stjóri Tottenham.

„Hann sá sig ekki sem stjóra Tottenham á þeim tíma en við verðum að virða rétt hans til að fá sér vinnu. Ég var þrettán ár sem leikmaður hérna hjá Chelsea og fór svo til Manchester City í lok ferilsins. Ég ber mikla virðingu fyrir Chelsea og get sagt að ég verði aldrei stjóri Tottenham... og þið getið rifjað þessi ummæli upp eftir tíu ár!" segir Lampard.

„Miðað við það sem Chelsea hefur gefið mér sem leikmaður og núna þá get ég alveg sagt að það er ekki á mínum lista að verða stjóri Tottenham í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner