Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 22. nóvember 2020 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool setti nýtt met - Taplausir heima í 64 leikjum
Liverpool vann í kvöld mjög svo sanngjarnan sigur gegn Leicester á heimavelli, 3-0.

Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool hafa náð mögnuðum árangri á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni en í kvöld setti liðið nýtt met á Anfield.

Liðið hefur ekki tapað í 64 deildarleikjum í röð á Anfield, en það er nýtt met hjá félaginu. Sadio Mane kom til Liverpool 2016, en hann hefur ekki enn tapað deildarleik á Anfield.

Liverpool hefur unnið 53 af þessum 64 leikjum. Magnaður árangur hjá lærisveinum Jurgen Klopp.


Athugasemdir
banner