Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 22. nóvember 2021 17:11
Fótbolti.net
Varð mjög ósáttur við Hamren og var næstum hættur - „Fékk alveg nóg"
Icelandair
Á bekknum í október 2019
Á bekknum í október 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir landsleik í haust.
Eftir landsleik í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren
Erik Hamren
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson íhugaði það alvarlega að leggja landsliðsskóna á hilluna árið 2019. Birkir hafði verið í lykilhlutverki í hægri bakverðinum í um áratug þegar undankeppni fyrir EM 2020 hófst.

Alls lék Birkir 103 landsleiki og var sá síðasti gegn Norður-Makedóníu fyrir rúmri viku síðan.

Birkir lék fyrstu tvo leikina í undankeppninni en var svo ekki í hópnum í næstu tveimur hópinn. Hann var svo valinn í hópinn haustið 2019 en spilaði ekkert í því verkefni og í næsta verkefni var hann aftur ekki valinn.

Erik Hamren var landsliðsþjálfari Íslands á þessum tíma og þeir Hjörtur Hermansson og Guðlaugur Victor Pálsson voru að leysa hægri bakvarðarstöðuna.

Birkir ræddi við Fótbolta.net í síðustu viku og var spurður út í þennan tíma.

„Mér fannst alltaf gaman að fá kallið en ég var mjög ósáttur, ég man ekki hvenær það var í keppninni, þegar Erik valdi mig í hópinn og hafði mig upp í stúku í báðum leikjunum. Ég var næstum því hættur þá," sagði Birkir.

Hann er væntanlega að vitna í leikina gegn Frakklandi og Andorra á heimavelli haustið 2019.

„Ég fékk alveg nóg og mér fannst þá að hann hefði átt láta mig vita að hann ætlaði ekki að nota mig. Mér fannst óþarfi að mæta, 35 eða 36 ára, æfa alla vikuna og vera svo bara í stúkunni."

„Hann hefði frekar getað haft Alfons [Sampsted] þá í því hlutverki - ungan leikmann sem er æstari í að koma í landsliðið og vill sanna sig. Ég viðurkenni það að ég var nálægt því að leggja landsliðsskóna á hilluna þá, var mjög ósáttur við Erik á þessum tímapunkti."

„En svo náðum við að tala saman og hann valdi mig aftur einhverju síðar. Það var ekkert illt á milli okkar en mér fannst þetta óþarfi á þessum tíma."


Sæbjörn, sem ræddi við Birki, skaut inn í að Birkir hefði alltaf komið sér aftur í liðið. „Það var einhvern veginn aldrei hægt, það var oft reynt [að ýta mér úr liðinu]."

„Mér fannst ég alltaf eiga skilið að spila en ég skildi það alveg líka ef að aðrir leikmenn fengu tækifæri. [Theodór] Elmar var frábær í þeim leikjum sem hann spilaði og Guðlaugur Victor líka. Það skipti svo máli að nýta sénsinn þegar maður fékk sénsinn aftur í liðinu,"
sagði Birkir.

Viðtöl við Birki Má seinni hluta árs 2019:
Birkir Már: Býst við að sitja á bekknum (9. okt)
Birkir Már: Ekki líklegt að ég verði valinn aftur í landsliðið (28. nóv)
Birkir Már - Farið yfir ferilinn með Vindinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner