Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. nóvember 2021 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan um Azpilicueta: Ég gerði þetta viljandi og skammast mín ekki fyrir það
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Milan og sænska landsliðsins, viðurkennir að hann hafi viljandi sett öxlina í Cesar Azpilicueta í undankeppni HM á dögunum. Hann greinir frá þessu í löngu viðtali við Guardian um ferilinn.

Zlatan fékk gult spjald fyrir að fara harkalega með öxlina í Azpilicueta í landsleik gegn Spánverjum í 1-0 tapi í undankeppninni á dögunum en hann var dæmdur í eins leiks bann eftir leik.

Höggið var mikið en Zlatan þóttist ekkert hafa gert og féll í jörðina með spænska varnarmanninum.

„Um daginn þá braut ég á Azpilicueta. Ég gerði það viljandi og ég skammast mín ekkert fyrir að segja það því hann gerði eitthvað heimskulegt við liðsfélaga minn. Hann var svaka harður við hann og ég veit að þetta var heimskulegt en ég myndi samt gera þetta til að láta hann skilja."

„Þú fokking gerir þetta ekki. Þú hefur ekki hreðjarnar til að gera þetta við mig, en ég mun sýna þér hvað gerist ef þú gerir þetta við mig og þess vegna gerði ég þetta,"
sagði Zlatan ennfremur um atvikið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner