Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. nóvember 2022 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Beth Mead sleit krossband og gæti misst af HM
Mynd: EPA

Bethany Jane Mead, betur þekktur sem Beth Mead, gæti misst af HM á næsta ári eftir að hún sleit krossband í 3-2 tapi Arsenal gegn Manchester United um helgina.


Þetta eru hrikalegar fréttir bæði fyrir Arsenal og enska landsliðið en Mead er gríðarlega mikilvægur hlekkur í báðum liðum og var í lykilhlutverki er England vann Evrópumótið í sumar.

Mead verður að öllum líkindum frá út tímabilið enda búist við að það taki hana minnst 8 mánuði að jafna sig af slitunum. HM 2023 verður haldið í Eyjaálfu og hefst 20. júlí.

Mead er öflugur framherji sem leikur oft úti á kanti. Hún hefur skorað 29 mörk í 50 landsleikjum.


Athugasemdir
banner
banner