Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 23. janúar 2020 11:24
Magnús Már Einarsson
Tilboði Manchester United í Vecino hafnað
Inter hefur hafnað tilboði frá Manchester United um að fá miðjumanninn Matias Vecino á láni.

Vecno er 28 ára gamall landsliðsmaður frá Úrúgvæ en hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í sautján leikjum á tímabilinu.

Manchester United vildi fá Vecino á láni út tímabilið þar sem bæði Scott McTominay og Paul Pogba eru á meiðslalistanum.

Félögin náðu hins vegar ekki saman en Sky á Ítalíu segir frá þessu.

Vecino gæti núna verið á leið til Napoli í skiptum fyrir miðjumanninn Allan.
Athugasemdir
banner
banner
banner