Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. janúar 2022 15:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Umdeilt víti gulltryggði sigur Liverpool - Markalaust hjá Arsenal og Burnley
Mynd: EPA
Patson Daka
Patson Daka
Mynd: Getty Images
Þeim þremur leikjum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er lokið.

Crystal Palace fékk Liverpool í heimsókn, gestirnir byrjuðu mun betur og Virgil Van Dijk kom liðinu yfir með hörku skalla eftir hornspyrnu frá Andy Robertson.

Staðan var orðin 2-0 eftir rúmlega hálftíma leik en þar var að verki Alex Oxlade-Chamberlain. Hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Robertson.

Eftir markið vöknuðu heimamenn til lífsins og tóku gersamlega yfir leikinn fram að hálfleik. Þeir héldu síðan uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks.

Það skilaði sér loksins á 55. mínútu þegar Jean-Philippe Mateta var kominn einn á móti Alisson. Mateta renndi boltanum til hliðar þar sem Odsonne Edouard stóð og hann setti boltann inn í opið markið.

Palace menn voru líklegri til að jafna frekar en Liverpool að bæta við marki. Þegar skammt var eftir af leiknum reyndi Olise að vippa boltanum yfir Alisson af löngu færi en markvörðurinn rétt náði að blaka boltanum útaf.

Liverpool fékk vítaspyrnu undir lok leiksins eftir langa skoðun í VAR en Vicente Guaita felldi Diogo Jota í teignum. Fabinho steig á punktinn, skoraði og tryggði Liverpool stigin þrjú.

Það var markalaust í hálfleik í viðureign Leicester og Brighton en strax í upphafi síðari hálfleiks kom Patson Daka boltanum í markið af miklu harðfylgi og kom Leicester yfir.

Það var síðan ekki fyrr en tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum sem Danny Welbeck jafnaði metin og tryggði Brighton eitt stig.

Arsenal og Burnley gerðu markalaust jafntefli á Emirates. Heimamenn voru mun sterkari í leiknum en gekk illa að skapa sér færi. Jóhann Berg Guðmundsson kom inná sem varamaður í liði Burnley þegar tæpar 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Arsenal 0 - 0 Burnley

Crystal Palace 1 - 3 Liverpool
0-1 Virgil van Dijk ('8 )
0-2 Alex Oxlade-Chamberlain ('32 )
1-2 Odsonne Edouard ('55 )
1-3 Fabinho ('89 , víti)

Leicester City 1 - 1 Brighton
1-0 Patson Daka ('46 )
1-1 Danny Welbeck ('82 )
Athugasemdir
banner
banner
banner