Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 23. janúar 2022 16:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Þrjú rauð og fjögur víti í fjórum leikjum
Insigne skoraði
Insigne skoraði
Mynd: EPA
Fjórum leikjum af sex í efstu deild á Ítalíu er lokið í dag.

Napoli vann góðan 4-1 sigur á Salernitana. Staðan var 2-1 í hálfleik en Dries Mertens kom Napoli í 2-1 í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu.

Staðan var orðin 3-1 strax í upphafi síðari hálfleiks en Mertens lagði þá upp á Amir Rrahmani.

Lorenzo Insigne kom inná sem varamaður í hálfleik og hann bætti fjórða markinu við, einnig úr vítaspyrnu en Federic Vaseli braut af sér og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Cagliari og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Tvær vítaspyrnur fóru forgörðum í leiknum, eitt hjá hvoru liði og Alvaro Odriozola leikmaður Fiorentina fékk að líta rauða spjaldið.

Spezia vann sterkann 1-0 sigur á Sampdoria Daniele Verde skoraði markið og stuttu síðar fékk Albin Ekdal leikmaður Sampdoria sitt annað gula spjald.

Torino og Sassuolo gerðu 1-1 jafntefli en Torino var yfir í hálfleik og Sassuolo jafnaði metin þegar skammt var eftir af leiknum.

Cagliari 1 - 1 Fiorentina
0-0 Cristiano Biraghi ('8 , Misnotað víti)
1-0 Joao Pedro ('47 )
1-0 Joao Pedro ('68 , Misnotað víti)
1-1 Riccardo Sottil ('75 )
Rautt spjald: Alvaro Odriozola, Fiorentina ('64)

Napoli 4 - 1 Salernitana
1-0 Juan Jesus ('17 )
1-1 Federico Bonazzoli ('33 )
2-1 Dries Mertens ('45 , víti)
3-1 Amir Rrahmani ('47 )
4-1 Lorenzo Insigne ('53 , víti)
Rautt spjald: Frederic Veseli, Salernitana ('51)

Spezia 1 - 0 Sampdoria
1-0 Daniele Verde ('69 )
Rautt spjald: Albin Ekdal, Sampdoria ('73)

Torino 1 - 1 Sassuolo
1-0 Antonio Sanabria ('16 )
1-1 Giacomo Raspadori ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner